CLASSIC DESIGN
SKATA | 1959

HOME

Alt Text

Halldor Hjalmarsson

SKATA 1959

Stóllinn Skata er ekki einungis fyrsti fjöldaframleiddi stóllinn á Íslandi úr formbeygðum krossvið, heldur einnig elsti íslenski stóllinn, sem enn er í framleiðslu.

Þó hönnun stólsins hafi sterkar alþjóðlegar rætur, m.a. í „Maurinn“ eftir Arne Jacobsen, þá er Skatan rammíslenskur stóll með sterka skírskotun í náttúruna, sem m.a. má sjá í formi baksins og ekki síst í gúmmífestingunum, sem vísa í 4 egg skötufisksins.

Framleiðsla Skötunnar hófst 1959 og stóð til ársins 1973 og náði hann mikilli útbreiðslu. Framleiðsla hófst svo að nýju árið 2007, og er hann nú fáanlegur í eik, tekki og svörtu, auk þess sem hægt er að sérpanta aðrar viðartegundir og liti.

Hönnuðurinn: Halldór Hjálmarsson (1927-2010) Húsgagna- og innanhússarkitekt

Halldór nam innanhúss- og húsgagnahönnun í Kaupmannahöfn á árunum 1953-1956 og naut þar m.a. dyggrar handleiðslu Paul Kjærholm.

Að námi loknu starfaði Halldór m.a. hjá Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt og síðan hjá Húsameistara Reykjavíkur, þar sem hann kom að hönnun húsgagna og innréttinga flestra þeirra bygginga sem reistar voru á vegum Reykjavíkurborgar á þeim tíma. Halldór rak síðan um árabil trésmiðju föður síns Hjálmars Þorsteinssonar á Klapparstíg 28.

Þekktust eigin verka Halldórs eru e.t.v  kaffihúsið Mokka, sem enn er að mestu óbreytt að rúmlega fimmtíu árum liðnum.

Einnig liggja eftir hann frumgerðir og teikningar fjölda annarra húsgagna, sem vonandi komast aftur í framleiðslu.

CLASSIC ICELANDIC DESIGN

KYNNTU ÞER VÖRULÍNUNA OKKAR HÉR

STÓLARNIR

SKATA 1959

Alhliða, léttur og staflanlegur.

HEIMILIÐ

Alhliða stóll í eldhúsið, borðstofuna og herbergin.

KAFFIHÚSIÐ

Léttur, nettur og meðfærilegur.

HÓTELIÐ

Veitingasalurinn og herbergin.
Alt Text

VINNUSTAÐURINN

Kaffistofan og fundarherbergið.

SKÓLINN

Skólastofan og félagsaðstaðan.

SUMARBÚSTAÐURINN

Alhliða stóll í eldhúsið, borðstofuna og herbergin

FRÉTTIR